Blautur og kröftugur sigur á Stólum hjá 3 a

Framliðið í 3 a kom smá laskað til leiks þegar liðið mætti norðandrengjum frá Sauðakróki á votu en fínu grasi í Safamýri.

Fram tók strax völdin með nýja taktík 3-5 2 sem gekk þetta prýðisvel þrátt fyrir að allir væru að  spila þá leikaðferð í fyrsta skipti.Helgi G og Kristófer fengu báðir skallafæri eftir hornspyrnur frá Trausta og Unnari Steini en Helgi skallaði útaf og Kristó í slána.Bæði færin virkilega góð.Það var eins og köld rigning framan í Framdrengi þegar Tindstóll skoraði úr sinni fyrstu sókn.Eithver vandræðagangur á okkur þar í öftustu línu.Það var reyndar eina skiptð fram að seinna marki þeirra norðandrengja sem eithvað lak innfyrir gríðarlega sterka þriggja manna vörn Fram sem var frábær.

Maggi Snær jafnar fljótlega með snotru marki og síðan kom Helgi G inn í leikinn með því að skora úr víti sem hann hafði fiskað eftir brot á honum.Hálfleiksstaðan var 5-1 og litlu munaði að hún yrði 6-1 þegar markvörðurinn bjargaði í yvígang frá Edda og Axeli sem áttu flottar tilraunir ásamt því að Trausti hafði fyrr í leiknum farið í gegnum vörnina eftir flotta skýndisókn okkar manna þar sem Emil markvörður var arkitektinn á þeirri sókn með tveimur klassa markvörslum.

Seinni hálfleikur var okkar eins og sá fyrri og Helgi G bætti við einu marki og eitt var sjálfsmark Tindastóls.En slatti af góðum færum náði ekki að fara alla leið hjá okkar mönnum.

Helgi G skoraði 4,Maggi Snær 2 og 1 mark var sjálfsmark norðandrengja sem börðust allann tíma þrátt fyrir ofurefli borgardrengja. 7-2 endatölur sem ekkert er hægt að kvarta yfir.

Við þjálfarar flokksins getum ekki verið annað en sáttir við frammistöðu allra sem komu að leiknum.Alllir börðust sem einn maður og enginn sýndi kæruleisi eða vanmat í sínum leik.

Vörn og markvarsla.

Emil tók þetta og hann hlýtr að hafa bætt í sjálfstraustbanka sinn.Flott Emil og við vorum gríðarlega ánægðir með þig.Ágúst,Viktor Gísli og Kristó voru eins og klettar á hafi sem ekki var hægt að hreyfa til.Flottur leikur hjá þeim öllum.

MIðjan

Eddi,Maggi Snær og Axel átu miðju norðandrengja með snjöllum leik og með dugnaði.Klassi strákar.

Kantar

Að spila í þessu leikkerfi reynir á kantana sem þurfa að sýna mikkla vinnusemi og útsjónarsemi.Það gerður Þeir Unnar Steinn og Danni sem hófu leik og einnig þeir sem leystu þá af sem voru Alli,Már og Dagur Ingi.Allir stóðust þeir kantprófið í 3-5 2 taktíkinni.

Fremstu menn.

Senterarnir voru þeir Helgi G og Trausti sem náðu einstaklega vel saman enda báðir snöggir og árásargjarnir spilarar með einstaklegan góðan vinstri fót.Með þennan ógnarhraða er þeir martröð fyrir allar varnir.Maggi Ingi kom inn í senterstöðuna og sá drengur er kanski ekki jafn snöggur en klár og útsjónarsamur er drengurinn.Eins og við þjálfarar flokksins höfum sagt um hann að hans hæfileikar munu nýtast í topp aðeins seinna en hjá hinum en hann verður ekki smá flottur þegar það gerist.

Maður dagsins var Emil fyrir hans viðbrögð í tvígang í sömu sókn norðanmanna þegar hann varði boltann í slána af stuttm færum og Trausti fór síðan í gegnum vörn Tindastóls rétt eftir þessar vörslur í frábærri skyndisókn blárra.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson
Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband