Tvöfalt í Breiðholtinu hjá 3 flokki

Fram-Breiðholt

A lið

Það tók ekki langan tíma fyrir ljóshærða Borgfirðinginn að koma Fram yfir en síðan var allt í einu staðan orðin 3-1 Breiðholti í vil og öll mörkin eftir okkar mistök.Aðeins búnar 8 mínútur en Óli Anton skorar mark beint úr horni og staðan er 2-3.Helgi jafnar fyrir Fram og það er hálfleisstaðan.Við búnir að vera með vindi og búnir að gera alltof mikið af mistökum í sendingum og varnarleik alls liðsins.

Seinni hálfleikur og við erum bara betri en þeir því að Helgi G skorar tvö mörk og kemur okkur í 5-3.Varnarleikur okkar batnar og meiri þéttleiki myndast á öllu liðinu sem skilar sér í að Breiðholt skorar ekki fleiri mörk.

Frábær sigur og mjög svo mikilvægur því að Breiðholt er nokkurnveginn úr leik með þessu tapi og við erum með fína stöðu og búnir með þrjá útileiki af fimm.

Frammistaðan.

Var mjög hrifinn af frammistöðu Kristó og Ágúst er alltaf að smella betur og betur inn í okkar leik.Unnar og Danni fíínir.Miðjan vann sig inn í leikinn og Helgi frábær frammi með fjögur mörk.Kantarnir eru hrikalega hættulegir með sinn hraða.

B liðið

Komumst í 3-0 með mörkum frá Steina sem var með tvö mörk og eitt kom frá Robba.Við með vindi í fyrri hálfleik og 3-0 forskot var gott og sanngjarnt.

Seinni hálfleikur

Breiðholtið skorar með draumamarki úr aukaspyrna af 40 metrum.Síðan kemur slysamark til Breiðholtsins og allt í einu er staðan orðin 3-2 og fjórar mínútur búnar af seinni hálfleik og vindurinn með Breiðholtinu.En Adam nennti ekki að vera lengi í liði með Breihyltingum því að fjögur mörk frá bláa liðinu komu í seinni hálfleik og 6-2 sigur var okkar.Robbi setti tvö mörk í seinni hálfleik og Halli setti eitt.Robbi með þrennu sem fantagott fyrir strák.

Flottur sigur og þess má geta að Breiðholtið hafði ekki fengið mark á sig í mótinu til þessa.Við erum í toppbaráttu sameiginlegs c riðils þar sem eitt lið kemst í úrslit meðal fjögura bestu liða landsins.Meigum ekki misstýga okkur mikið í viðbót en þetta er allt í fínum málum í b liðinu með fjóra sigra í röð.

Frammistaðan hjá öllu liðinu var bravó en gaman að sjá Dodda spila vel á kantinum.Helgi V allur a smela saman í grunnþoli og fyrstu snertingu.Emil aðð eflast.Robbi með hörkuleik.Einar og Maggi Ingi flottir á miðjunni og Dagur Ingi með tvo flotta leiki.Vörnin fær lof með Hrannar og Alla frábæra.Síðast og ekki síst að sjá 4 flokks guttana þrjá þá Unnar í a og Halli og Óli Sveinmar í b rísa upp á ný á einum degi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson
Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband