Íslandsmótið 2014 í 4 flokki karlamegin er hafið

Þá er það sem við höfum beðið eftir hafið en það er Íslandsmótið sjálft.Reykjavíkurmótð er næststærstamótið í 4 flokki en Íslandsmótið er toppurinn.

A lið

Fram-KA 7-1

Spiluðum á móti suðaustan vindi uppá 14 metra í fyrri hálfleik og komumst yfir mað flottu marki úr aukaspyrnu frá Unnari Steini.KA jafnar eftir flott einstaklingsframtaks þeirra besta manns.Við búnir að eiga betri færi í fyrri hálfleik fyrir utan fyrstu 3 mínútur leiksins þar sem við vorum heppnir að fá ekki mark á okkur.Vindurinn með okkur í seinni hálfleik og við nýttum hann loksins af eihverju viti.6 mörk komu frá okkur og það voru Már,Mikkii,Halli,Óli Sveinmar,Máni og Óli Haukur sem þau skoruðu.Flott frammistaða á móti fínu liði norðanmanna.Get ekki tekið einn út úr en Gunnar Dan í markinu flottur og öruggur.Vönin bravó.Miðjan eins og hún á að enda enda allir norðurlandameistrarar með Reykjavík ásamt Viktori Gísla fyriiða Fram sem spilar í hjarta varnarinnar.Sóknin verið gagnrýnd í síðustu leikjum en hún hristi þá gagnrýni af sér með fantagóðum leik. Allir þrír sem byrjuðu inná ásamt varamanninum  honum Mána virkilega flottir.Velkominn í borgina fögru Óli Sveinmar.

B lið

Fram-KA 8-3

Ferleg forföll í liði b liðsins sem hafði tryggt sér gullið og bikarinn fyrir að enda sem Reykjavíkurmeistari í b liðum nokkrum dögum áður.En þrátt fyrir þrenn forföll sterkra manna þá komu leikmenn b liðsins með sjálfstraustið ií botni og það gaf þeim auka orku sem dugði til frábærs sigurs 8-3 á sterku liði KA þennan daginn.Máni var frábær og skoraði 4,Hilmar með sinn besta leik þetta árið og með 3 mörk en svaf samt lítið sem ekkert um nóttina.Ásgeir sem startaði í b liðinu var með 1 mark og flottan leik.Allt liðið var klassi með Halla í markinu og Jón Hauk einn af efnilegustu varnarmönnum yngri flokka Fram sem fyriliða liðsins í hjarta varnarinnar ásamt Gulla úr 5 flokki sem er magnaður.Miðjan með Halla Essien og Balla frábæran og Aron Snæ sem fór á miðjuna úr sóknarstöðu.Sóknin var klasssssssi.

C liðið

Fram-KA 1-1

C liðið gekk til leiks með mölbrotið lið þar sem vantaði 7 leikmenn í liðið.Forföll í b liðinu og svo í c liðinu en þa kom 5 flokkur til hjálpar og endirinn varð jafntefli þar sem við vorum óheppnir að taka ekki öll stigin 3 en samt hefðum við getað endað með 0 stig.KA komst yfir en þrátt fyrir fullt af færum þá gekk okkur ekkert að skora fyrr en bjargvætturinn Frikki steig upp og jafnaði og eftir það fékk Fram tvö dauðafæri til að tryggja sér öll stigin þrjú.Rafal frábær í markinu og var fyriliði liðsins .þennan daginn.Vörnin fær hrós og Ómar og Einar extra fyrir að fórna sé þar í miðverðinaMiðjan fín og Þrándur var frábær þennan daginn.Sóknin skapaði sér færi en vantaði herslumunin á að skora fleiri mörk en bjargvætturinn Frikki mætti á svæðiðog bjargaði stigi..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Viktor skoraði 4 eða 5 markið eftir aukaspyrnu frá Halla

Haddi (IP-tala skráð) 25.5.2014 kl. 00:22

2 identicon

Já það er rétt. Viktor með eitt mark en ekki Halli.

Sirrý (IP-tala skráð) 25.5.2014 kl. 08:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson
Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband