16 liða úrslit hér komum við

Bikarinn er ávalt sem er einhver ævintýraljómi yfir og þar gerast oft furðulegir hlutir.Fram fékk Val í heimsókn en fyrir tveimur árum síðan þegar þessir hópar voru í 4 flokki þá vann Valur leikinn í Reykjavíkurmótinu en Fram marði leikinn í Íslandsmótinu.Nú er öldin önnur.Fram tók leikinn í Reykjavíkurmótinu 7-1 en í Íslandsmótinu getum við ekki hist því að félögin eru í sitthvorri deildinni.Bikarinn kom í staðinn fyrir Íslandsmótið og við vorum sigurstranglegri fyrir leikinn því að þróuninn hafði orðið þannig á þessum tveimur árum okkur í hag.

Fyrri hálfleikur

Við sterkari og Valur með alla sína menn fyrir aftan miðju og hræddir að hafa svæðið stórt fyrir aftan vörnina.Skynsamlegt hjá þeim.Því þeir hræddust hraðann á sókninni okkar.

0-1

Valur fær aukaspyrnu og hún siglir yfir alla okkar leikmenn og Valsari setur boltann kurteislega inn fyrir markllínu Fram.

1-1

Hornspyrna tekin og Maggi Snær er öflugur skallamaður og það tók ekki langan tíma að kvitta fyrir.

þrjú dauðafæri og einhver hálfæri rata ranga leið hjá Frampiltum.

Seinni hálfleikur

2-1 

Búin rúmlega mínúta þegar Axel skorar sitt fyrsta mark eftir hornspyrnu frá Trausta.Axel gerði nákvæmlega það sem hann átti að gera í hlaupum í hornum.

3-1

Búnar fjórar mínútur af hálfleiknum og aftur skorar Axel og aftur skallar hann boltann inn eftir horn.

4-1

Axel kominn með þrennu þegar hann skorar eftir klafs í teignum eftir horn.

5-1

Komið að markaskoraranum Helga G að skora en rétt áður hafði verið tekið af honum fullkomlega löglegt maark og hreinlega óskyljanlegt að dómarinn hafi ákveðið að markið skyldi ekki standa.

Leik lokið.

Við höfðum boltann í cirka 90 % af leiknum sem eru ótrúlegar tölur.Þegar lið bakka með alla sína menn aftur fyrir miðju eins og Valur gerði þá þarf boltinn að vinnast hratt þegar tækifærin gefast,það þarf að fá fyrirgjafir.Vera duglegir að taka manninn á á vængjunumFara í tvöföldun á vængjunum..Fara í battaspil nálægt teignum og sýna að sjálfsögðu þolinmæðisvinnu ásamt að gleyma sér ekki varnarlega.

Þó að það hafi tekið einn hálfleik að klára verkefni þá stóðumst við þetta próf og sýndum ekki neitt stressmerki eða kæruleysi.

Næst er það erfiður leikur á mánudaginn á móti Suðurnesjasameinungunni og við spilum í úlfagryfjunni okkar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson
Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband