Súperlið b liðs 3 flokks Fram knúði fram sigur

Það var skemmtilega mannað b lið Fram sem spilaði í öllum veðrum sem Ísland getur boið upp á á tveimur tímum í dag.Liðið var fullrólegt í fyrri hálfleik en í seinni var kominn tími á að gefa aðeins í og það gaf 3 stig á móti sterku liði Fylkis.

Fyrri hálfleikur

0-1

Fylkir kemst yfir

1-1

Frábært mark sem Dagur Ingi skorar eftir að hafa battað sig í gegnum miðsvæðið með hjálp tveggja leikmann Fram og klárað færið frábærlega fagmannlega.Þetta mark minnti mig á ákveðna sendingaæfingu sem við höfum tekið öðruhverju.

Hálfleikur

2-1

Doddi kemur Fram yfir með sérstöku marki sem Fylkismenn vilja fá dæmda rangstöðu á.Skeleggur aðstoðardómari með nafni Hrannar segjir markið löglegt.

2-2

Aftur jafna Fylkismenn

3-2

Frábært mark í boði Óla Hauks og þetta var bomba  sem markvörður Fylkis átti ekki möguleika í.Klassamark hjá Óla Hauk sem átti firnasterkan leik.

Fínn sigur enn samt fannst manni að við ættum heilmikið inni því í þessu liði eru miklir hæfileikar.Við setjum  á ykkur miklar kröfur vegna þess að þið eigið að valda þeim.

Rafal

Fínn í markinu og er bráðefnilegur gutti með mikið hugrekki.

Vörnin var flott og Óli Haukur og fyriliðinn Höddi sterkir þar með skrokkana Helga V og Robba sér við hlið.Mikill kratur í þessari vörn og líkamstrkur.

Miðjan með ótrúlega sterka menn innanborðs þar sem Einar og Már voru fyrir aftan og Maggi Ingi fyrir framan.Ekki hægt að kvarta yfir þessari miðju þó að Már væri enn smáorkulaus eftir viku veikindi.

Sóknin er með hraða kanta sem Dagur Ingi og Jökull Jóhann eru og svo er Doddi uppá toppnum og hann er í að skapa sér færi þessa dagana og nú kom mark hjá honum að lokum en hans þrekástand og form er miklu betra en var fyrir ári síðan sem skilar sér í betri leikmanni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson
Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband