B liðið í stuði annan leikinn í röð

B liðið er ekkert grín lið.Liðið kemur inn í leiki til að spila sig í gegnum andstæðinginn og fer oft létt með það.Fallegt spil og mörg mörk og fallegt í ofanálag er þeirra uppskrift að sigurköku.

Fyrri hálfleikur

1-0

Senterinn knái sem heitir Kristján Ólafur er markavél og hann skorar snemma leiks.

2-0

Tigerinn er með eitraðan vinstri fót en þarna er verið að tala um Kára sem spilaði á vinstri kantinum þennan leikinn og hann naut sín á allann hátt.Aukaspyrna tekin með vinstri og flott mark í boði Kára.

3-0

Frábært mark með vinstri fæti frá Kristjáni óla og hann er hægri fótar.Klassa mark.

4-0

Enn eitt markið með flottum klassa þegar Gylfi tekur boltann á kassann og klárar síðan skotið frábærlega.

5-0

Gylfi með vinstrafótarskot og það flott.Hann er hægri fótar.

Seinni hálfleikur

5-1

Smá kæruleysi yfir leik okkar í upphafi gefur ÍR mark þegar þeir sleppa innfyrir vörnina og skora.

6-1

Kári með annað mark sitt í leiknum ig Tigerinn fer hamförum.Flott Kári.

7-1

Gylfi að vinna sig inn 100.000 krónur fyrir sitt þriðja mark í leiknum en það er reyndar gömul regla sem var í efstu deild karla fyrir einhverjum árum.

Leik lokið.

Flott spilamennska þar sem allt liðið virkaði sem ein heild og miðjan er stórskemmtileg og vel spilani.Sóknarlínan eitruð og vörnin stóð sig mjög vel.Flott strákar og haldið svo þessum skemmtilega anda allt keppnisárið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson
Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband