Enginn afsláttur gefinn á bardaganum í Árbæ

Jose hefði verið sáttur við þann varnarleik alls liðsins og baráttu leikmanna b liðs 3 flokks þegar Fram sigraði lið Fylkis 3-1 í rigningarleik í Árbænum.Þetta var svokallaður óvæntur leikur sem uppgötvaðist fyrir tilviljun kl 21,13 í gærkvöldi þegar sá sem skrifar var að fara yfir þá leiki sem 3 og 4 flokkur á eftir.Þessi leikur var hálffalinn einstæðingur settur á kl 16,00 á laugardegi.Það var mikil lukka að þessi leikur uppgötvaðist því að frammistaða liðsmanna Fram var með mikklum ágætuM.Þar fór réttur stríðsandi með samvinnuhugsjónina sem aðalsmerki eithvað sem flaggað var oft á tíðum á þeim tíma. 

Fyrri hálfleikur.

Það er stöðubaátta í upphafi leiks og eftir fínar tvær mínútur sleppur Fylkismaður óvænt innfyrir vörn Fram en hinn eldsnöggi Gizzur sem átti fantagóðan leik hreinsar upp vandamálið.

1-0

Már sem spilaði á miðjunni sem fyrr ríkur upp völlinn og er með tvo möguleika sér við hlið en Fylkisdrengir bakka og reyna að loka á möguleikana tvo svo að Már tekur rétta ákvörðun sem var að skjóta á 25 metrum og markvörður Fylkis átti aldrei von á skoti frá Má á þessum tímapunkti og boltinn liggur inni.Frábært mark hjá Má.

2-0

Aukaspyrna dæmd á Fylki til hægri.Fylkismenn ekki sáttir við dómgæsluna þetta skiptið.Hrannar smellir boltanum á markið og yfir markvörð Fylkis sem kemur hlaupandi út á móti.

2-1

Smá andvaraleysi í vörninni og Fylkismaður laumar sér á blindu hliðina á Herði og sleppur inn að marki Fram og klárar færið fagmannlega.

Seinni hálfleikur

Einhvern veginn erum við allann tímann með tök á leiknum og gefum ekkert á okkur sem gæti orsakað mark á okkur.Frábær varnarleikur alls liðsins er ástæða þessa örygggis í liðinu.

3-1

Doddi klárar leikinn fyrir okkur með marki úr teignum og þetta er gott og vel klárað hjá Dodda.

Leik lokið.

Frammistaðan hjá okkur.

Markverðirnir

Aron Elí stóð vaktina í fyrri hálfleik og fékk ekki mikið að gera þökk sé vörn liðsisn.Ég fullyrði að Aron Elí getur orðið einn besti markvörður landsins í 3 flokki í sumar.Stór orð en sönn.

Reynir var fínn og spyrnurnar hans voru flottar.Hann hefur ekta markmannsskrokk og með góðri þjálfun og góðum mætingum þá erum við að horfa á fínan og öflugan markvörð.

Vörnin

Get ekki kvartað yfir vörn liðsins.Miðverðirnir þeir Þorri og Gizzur sem komu inn fyrir Hjalta og Ágúst ( justa ) voru eins og hungraðir úlfar þegar þeir átu senterinn hjá Fylki.Bakverðirnir þeir Hörður,Hrannar og Bjarki Leó voru flottir og Hrannar var einn besti leikmaður leiksins ásamt Gizzur..Þá kom Alex inná inn í mivörnina í lok leiksins og þessi 4 flokks gutti stóð sig vel og fékk dýrmæta reynslu.

Miðjan

Við spiluðum 4-4-2 sem þýðir að miðjumennirnir tveir þurfa að hafa mikið hlaupaþol og nenna að vinna mikkla vinnu og kantarnir þurfa að vinna vel inná miðju varnarlega því að Fylkir var með þrjá inná miðjunni hjá sér.Allt þetta heppnaðist og miðjan og kantarnir unnu frábærlega.Helgi V með frábæra vinnslu.Hann er allur að braggast í grunnþolinu.Þá fékk Kristófer Liljar sýna fyrstu reynslu með 3 flokki en þessi strákur hefur verið gera það gott í a liði 4 flokks eftir að hann kom frá Blikum.Góð reynsla fyrir Kristó.

Sóknin var ógnandi og fjórir leikmenn fengu að spreyta sig í tveimur stöðum .Fín frammistaða og ekkert hægt að kvarta yfir þeim.

Fínn leikur og fínn sigur.Semsagt allt fínt.


Háspenna og læti hjá a og b á móti Víkingum í 4 flokki

A og b lið 4 flokks hófu baráttuna um nafnbótina besta lið Reykjavíkur þegar liðin mættu liðum Víkinga frá smáíbúðahverfinu.

A liðið

Eina mark leiksins kom frá Halla á 16 sekúndu en eftir það var leikurinn ein spenna og skemmtun.Bæði lið börðust af fullum krafti en Framarar voru þó oftar nærri að skora en Víkingar.Það er alltaf naumt að vera með eitt mark í forskot og það gat reynst dýrkeypt í lok leiksins þegar röð mistaka gáfu Víkingum algjört dauðafæri en sem betur fer þá sluppum við fyrir horn.

Lið Víkinga er virkilega gott lið og því var þetta sterkur sigur enda ekkert auðvelt á milli fjögura bestu liða borgarinnar.

Allur varnarleikur Fram var frábær og inná milli komu flottar sóknir sem gáfu fín færi og algjör óheppni frekar en klaufaskapur kom í veg fyrir fleiri mörk.

Gunnar Dan var virkilega öruggur og flottur í öllu sem hann gerði í markinu.

Vörnin var helmössuð með fyriliðann og Óla Hauk sem grimma úlfa fyrir miðri vörn.Óli Haukur með sinn besta leik.Allir þrír bakverðir leiksins voru flottir og Valli þjálfari RVK-liðsins gat verið sáttur með það sem Kristófer Liljar gaf honum.

Miðjan byrjaði rólega en náði svo sínum vanalega tökum á því svæði sem þeir eiga.

Sóknarlínan var dugleg með Rúnar á hægri vængnum með sinn besta leik.Óli Sveinmar alltaf líklegur hvar sem hann spilar.Máni hefur hraðann og hann á að nýta hann fyrr með betri hlaupum.En Máni á bara eftir að verða betri.

 B liðið

Hörkuleikur í Úlfagryfjunni þegar Fram og Víkingur skyldu jöfn en svekktir vorum við með að hesthúsa ekki öll stigin þrjú.Víkingar komust yfir en Baldvin sem átti frábæran leik skoraði flott mark me'ð hægri fæti sem gerði stöðuna í 1-1.Aron Snær kom stórveldinu í 2-1 með marki eftir aukaspyrnu Helga Snæs en Víkingar jöfnuðu 2-2 í lok leiksins.

Fín frammistaða liðsins á móti ágætu liði Víkinga en súrt að vinna ekki.

Markvarslan og vörnin var örugg fyrir utan tvær gloppur en Alex sem fer fyrir vörn liðsins var kröftugur og flottur.

Miðjan var fín með Balla sem sendingar mann framávið en Tommi sá um að halda ró á spilinu og Helgi Snær var bland af þessu báðum og spilaði vel.Uppleið á Helga Snæ þessa dagana.

Sóknin er flott með Aron Sæ uppá topp og hann skorar yfirleitt alltaf og svo er orkustuðboltinn hann Hilmar og og hinn netti og skemmtilegi Steinar á köntunum.Flott fótavinna hjá Steinari.

Næst er það Fjölnir og þá viljum við 3 stig og ekkert annað. 


3 a endaði með stæl

A lið 3 flokks kláraði Reykjavíkurmótið með flottum sigri á Þrótti.Það var aldrei spurnign um hvar sigurinn myndi enda því Framarar kláruðu leikinn í fyrrri hálfleik.Seinni hálfleikurinn var hinsvegar mun síðri og menn gáfu alltof mikið eftir og kanski var forystan of þægileg.Það er ekki hægt að kvrta yfir 5-1 sigri og að enda mótið með 15 stig og fimmta sætið af tíu sætum  sem veruleika er bara býsna fínt.Liðið sigraði fimm leiki og tapaði fjórum en ekkert jafntefli var það sem liðið bauð uppá.Liðið skoraði 29 mörk og fékk á sig 26 sem er kanski of mikið en þá er bara að laga það í varnarleik alls liðsins.

Helgi G skoraði 3 mörk,Maggi Snær,Steini og Viktor Gílsi voru allir með 1 mark hver.Nú taka við þrír æfingaleikir og svo skellur Íslandsmótið á og þa´er aðstanda sig.Við erum með flott lið fótboltalega séð og hópurinn er að styrkjast enn meira þannig að við sjáum fram á skemmtilegt sumar með góðum hóp. 


Sterkur sigur há 3 b á móti Víkingum

Það hefur loðað við b lið Fram að byrja ekki leikina fyrr en 2-3 mörk væru komin í bakið á liðinu og leikurinn oftast þá nánast tapaður.En það var öðru nær þennan daginn í veðurblíðunni í Úlfagryfjunni þegar Víkingar komu í heimsókn.Það voru búnar 18 mínútur þegar Fram var komið í 4-0 forskot með mörkum frá Robba,Jökkli,Má og Halla.Fram fékk síðan tvö dauðafæri til að komast í 6-0 áður en Víkingur komst á blað.Það var síðan algjört högg í andlitið þegar Víkingur skora eftir hornspyrnu og þá var leiktíminn búinn klukkulega séð.Seinni hálfleikur var frábær varnarlega þar sem allir sem einn börðust og ég meina allir og tækkluðu og lögðu sig fram.Á þessum tímapunkti voru komnar átta skiptingar á liðinu því allir eiga að spila .Förum yfir frammistöðu drengjanna.

Reynir

Stóð í markinu í endurkomu sinni og stóð sig mjög vel og var öruggur og sparkaði vel frá sér.Fínn leikur hjá Reyni.

Hörður

Spilaði sinn besta leik sem hægri bakvörður og sló ekki feilnótu.Besti leikur sem Hörður hefur spilað og hann virðist vera að dafna og þroskast í boltanum.

Raggi

Tók seinni hálfleikinn í hægri bakverðinum og spilaði eins og Höddi sinn besta leik.Var grimmur og flottur.

Hjalti

Gerði ein mistök það var þeagr 10 sek voru liðnar af leiknum og hann gaf beint í fætur senters Víkinga.Eftir þann gjörning steig Hjalti ekki feilspor og hraðinn sem er hans vopn nýttist vel.Hjalti átti magnaðan leik í miðverðinum.

Ágúst Orri

Spilaði fyrri hálfleikinn og var mjög góður.Justi steig ekki feilspor frekar an margir aðrir í liðinu og sýndi sína getu á flottan hátt.

Þorri

Tók stöðu Justa í seinni hálfleik og Þorrinn klikkaði ekki og var afar snjall að lesa leikinn.Fínn leikur Þorri.

Hrannar

Fyriliðinn geðþekki er höfuð liðsins sem fyriliði og fer geysi vel með það hlutverk.átti seinna mark Víkinga en Hrannar var grimmur og öflugur í leiknum og spilaði vel frá sér.

Gizur

Spilaði sinn fyrsta leik í bláu treyjunni og hann hreif okkur Villa með kröftugum leik.Hefur góðan hraða og virkar sem sterkur karakter.Við erum bjartsýnir á að Gizur taki mikklum framförum hjá okkur.

Jökull Jóhann

Spilaði sem djúpur miðjumaður og gerði það frábærlega.Skoraði eitt og lagði upp eitt mark.Flottur og kraftmikill leikur hjá strák.

Helgi V

Hann og jökull Jóhann sáu um að spila djúpu miðjustöðuna til skiptis og Helgi V var geysi kröftugur og sterkur í þeirri stöðu.Hann virkaði eins og jarðýta sem hreinsaði svæðið.

Einar Ágúst

Algjör toppleikur hjá honum á miðjunni og er ákaflega mikilvægur fyrir liðið.Við þurfum að hafa Einar Ágúst í lagi til þess að hlutirnir geti gengið upp.Vel spilandi og vel gefinn spilari.

Már

Ótrúlegur þessi miðjumaður.Hann er teiknaður upp eins og á að teikna upp miðjumenn.Hljóp og barist og stoppaði aldrei.Spilaði vel frá sér og skoraði.Fór síðan daginn eftir í píp test eftir að hafa spilað í 20 mín með a liðinu og 80 mín með b liðinu og sló skólametið í píptestinu.Þindarlaus og er löglegur með 4 flokk.

Halli 

Spilaði frábæran leik og er skemmtikraftur fyrir þá sem hafa gaman af list.Það er alltaf eithvað líklegt að gerast þegar Halli fær boltann.Mata er hans stíll.Spilaði sem vængur þennan leikinn.

Dagur Ingi 

Spilaði á hægri vængnum og átti þrusleik.Er þindarlaus eins og Már og hefur góðan hraða.Var gífurlega duglegur og sprengdi upp vörn Víkinga með snerpu sinni.

Robbi

Það er lagið Robbi.Við Villi erum alltaf að bíða eftir að þessi strákur nýti sinn hraða og kraft og hann gerði það í þessum leik.Vörn Víkinga átti í mikklu basli með strák og hann reyndist vera höfuð verkur fyrir varnarleik Víkinga sökum kraftsins sem hann býr yfir.Einn af betri leikjum Robba þó að hann hafi bara spiklað annan hálfleikinn.

Doddi

Fær mikið lof fyrir sinn leik sem maðurinn á toppnum.Hélt boltanum ágætlega og spilaði vel frá sér til baka.Barðist vel.Við Villi bíðum líka eftir ýmsu frá þessu dreng og um leið og formið verður betra þá munu menn sjá enn meiri hæfileika.Allt undir þér sjálfum komið strákur.

Bjarki Leó

Er að stíga upp úr meiðslum og kominn á vænginn og stóð sig vel.Hefur þessar fínu spyrnugetu og góðan leikskylning sóknarlega.Spilaði þennan leik með mikklum ágætum.

Kristófer Máni

Ég fullyrði að þetta sé besti leikur sem við höfum séð Krist spila.Hann sjálfur verður örugglega hissa nú því oft hefur hann skorað mörk í leikjum en hans galli hefur verið varnarleikur á bolta og án bolta.Oftast hefur þetta pirrað okkur Villa mikið en í þessum leik sáum við annan Kristófer Mána.Hann barðist eins og ljón allann tímann sem hann var inná og tækklaði og hljóp allann tímann.Frábært Kristó.

 

 

 


Úrslitadraumurinn úr sögunni hjá 3 a

Eftir 4-2 tap á Víkingsvelli á móti Víkingi er ljóst að draumurinn um sæti í 4 liða úrslitum Reykjavíkurmótsins er liðinn.

Fyrri hálfleikur

Var ekkert til að kvarta yfir þó að Víkingar hefðu stjórnað leiknum sem við vissum svo sem fyrir leik að myndi gerast þá skoruðum við tvö fín mörk og í tvígang fór boltinn í stangir Víkingsmarksins og aðeins ótrúleg óheppni að ekki væru fjögur mörk sem við hefðum úr fyrri hálfleik sem þó hefði verið klassa nýting á færum.Fram yfir 2-1 í hálfleik og við sáttir við stöðuna og margt í leiknum en ósáttir við ýmsa hluti eins og þegar Víkingar skora sitt mark.En þá bakkaði vörnin í staðinn fyrir að koma í veg fyrir að sóknnarmaður Víkinga gæti snúið sér við og keyrt á vörnina.

Seinni hálfleikur var lélegur á allann hátt en samt var staðan 2-2 þangað til 10 mínútur voru eftir.Tvö mörk á síðustu 10 mínútum drap okkar möguleika.Í stöðunni 2-2 rúllaði boltinn eftir línu Víkinga og það var reyndar það eina sem við gerðum í seinni hálfleik framávið.Okkur vantaði meiri ró á boltann í seinni hálfleik og meiri talanda ásamt því að meiri hreyfing án boltans var vandamál allann seinni hálfleikinn.Við erum með fínann markvörð sem Aron Elí er og hann besti markvörður á landinu í fótum fullyrði ég enda er hann fyrrum útileikmaður.Nota hann meira í staðinn fyrir að gefa erfiðar sendingar á bakverði sem eru með andstæðing í meters fjarðlægp.

Þrátt fyrir þetta tap erum við mjög sáttir við ykkur og frammistöðu liðsins í mótinu hingaðtil.Við erum í 5 sæti af 10 liðum sem er flottt því það er það sem við gátum farið fram á við ykkur án þess að vera álitnir galnir.Við töpuðum fyrir Víkingum með stórum tölum fyrir tveimur árum en nú er öldin önnur og við höfum nálgast bestu liðin hratt og vel reyndar mun hraðar en við áttum von á.En er þó eitt til tvö skrefi bestu lið landsins en bilið styttist og styttist.Kanski gerum við of stórar kröfur á ykkur en við erum bara báðir þannig karakterar svo þið verðið að lifa við það.


Markahátíð í Úlfagryfjunni

Fram fór á kostum í a liði 3 flokks þegar Hlíðarendarpiltar í Val komu í heimsókn.Við höfðum kynnt okkur lið Vals og vissum nokkurveginn hvað varast skyldi.

Fyrri hálfleikur

Fullt af færum hjá Fram sem hápressa Valsarana en annaðhvort er markvörður Vals eða varnarmenn sem bjarga í tvígang á línu Vals fyrirstaðana í leit að marki.Einhver Framari meðal áhorfenda skopast með það hvort að séra Friðrik stofnandi Vals sé mættur í lið með Val þegar Valsmenn bjarga í tvígang á marklínunni.

1-0

Maggi Snær með frábæra sendingu innfyrir vörn Vals á Steina og Steini skorar með snyrtilegri vippu yfir markvörðinn sem kastar sér niður.Frábær klárun.

2-0

Aukaspyrna sem Arnór tekur og boltinn hefur enga viðkonu í einum einasta leikmanni og mark hjá Arnóri.Fín spyrna.

3-0

Unnar Steinn með sendingu á Steina og Steini sendir á Magga Snæ og Helgi Guðjóns klárar þessa gullfallegu sókn.Meistarasókn.

Seinni hálfleikur

4-0

Búin er ein mínúta af seinni hálfleik þegar brotið er á Helga G og ekki í fyrsta skiptið í leiknum og ekki það síðasta.Réttilega dæmt víti.Helgi G skorar örugglega nema hvað.

5-0

Steini er heitur drengur eftir árshátíðina og skorar sitt annað amrk í leiknum.Það eru bakvörðurinn Maggi Ingi og Helgi G sem eru arkitektarnir að þessu marki.

5-1

Hættulegasti leikmaður Vals og næstmarkahæsti leimaður Reykjavíkurmótsins með númerið 22 skorar eftir að hafa labbað í gegnum vörn Fram sem þó spilaði flottan leik.

6-1

Valsmenn reyna að minnka muninn en þeim er refsað með marki af vítapunktinum.Brotið á Helga G og hann klárar vítið sjálfur enda vítaskytta liðsins númer eitt.Algjört bull að sá sem íski vítið megi ekki taka vítið.

7-1

Enn einu sinni dæmd vítaspyrna á Hlíðarendapilta og allar voru þær algjör víti og meira að segja einu pjúra víti sleppt í fyrri hálfleik.Helgi G á punktinn og skorar en það má geta þess að það var brotið á honum.

Leik lokið.

Ætla að byrja á smá tuði því við eigum það til þegar við erum með fína stöðu að hætta að spila okkar bolta og förum í of mikið hnoð.Algjör óþarfi að minnka fegurð okkar á leiknum með þannig breytingu.

Jákvætt í leiknum.

- Að eiga fullt af færum

- Skora sjö mörk.

- Spila skemmtilegan og beinskeyttan bolta.

- Verjast eins og menn og vinna vinnuna sína varnarlega

- Varnarleikur og markvarslan var til fyrimindar

- Miðjan vann í cirka 22 kílómetra í hlaupum.

- Sóknin er öll komin með sjálfstraust í botni eða allt að því.

- Besti möguleikinn notaður oftast þegar við komust í færi.Engin óþarfa græðgi í flestum tilfellum.

- Fóru ekki á taugum þó að smá pressa hafi verið sett á liðið fyrir leik í búningsklefanum.


Markalaust í Víkinni hjá 4 a

A liðið spilaði sinn síðasta leik fyrir úrslitakeppnina í Reykjavíkurmótinu þegar liðið gerði 0-0 jafnt við lið Víkings sem hafði sigrað síðustu fimm leiki sína í mótinu.

Fram var á móti mjög sterkum vindi í fyrri hálfleik en samt sem áður voru það Framarar sem réðu ferðinni og áttu dauðafærin tvö sem ekki tókst að skora úr.

Seinni hálfleikur var ekki með jafn mikklum gæðum frá Fram en fyriliðinn Viktor Gísli fékk má segja eina alvöru færi hálfleiksins þegar hann skallaði hornspyrnu Unnars Steins yfir mark Víkinga.Það vantaði allt bit í fremstu línuna okkar og þá sérstaklega í seinni hálfleik.

Frammistaða liðsins.

Gunnar Dan var mjög öruggur í markinu en það eru spörkin frá marki sem hann þarf að vinna í en þetta var góður og öruggur leikur hjá Gunna.

Vörnin

Viktor Gísli var þar eins og kóngur í ríki sínu og allt annað að sjá hann en á móti Val í síðasta leik.Tommi spilaði við hliðina á honum og frammistaða Tomma í þessum tveimur byrjunarleikjum sem hann hefur spilað með a liðinu gerir það að verkum að við þjálfarar flokksins þurfum að setja hugsunarhattinn á höfuðið því hans frammistaða hefur verið með mikklum ágætum.Flott Tommi.Bakverðirnir þeir Rúnar og Kristófer Liljar fá fína einkunn fyrir sína frammistöðu og sérstaklega þá í fyrri hálfleik.Alex kom inná í bakvörðinn og spilaði fínan leik.Duglegur strákur.

Miðjan

Stilltum upp gömlu miðjunni vegna veikinda Óla Hauks og svo vantaði Óla Sveinmar einnig og munar um minna með þessa tvo sterku leikmenn.Gamla miðjan samanstendur af Unnari Stein og Má fyrir aftan og Halla fyrir framan og þessi blanda svínvirkaði á ný.Allir voru þeir flottir og áttu miðjuna í þessum leik.Allir eru þeir eins og ég hef sagt áður með fullann brunn af hæfileikum.Ég fílaði þeirra frammistöðu í dag ýkt mikið eins og sagt er stundum.

Sóknin

Hún olli mér og Villa  vonbrigðum í dag því mikið álit höfum við á þessum gaurum.Aron Snær komst aldrei í takt við leikinn eins og ég hef nú mikklar mætur á þeim dreng og Mikki og Máni voru með öðru hverju en duttu svo út.Máni gerði vel í að leggja boltann á þá sem sáu markið og Mikki vann fína varnarvinnu en ég veit að þeir eiga mikið meira inni enda allir þessir þrír hraðir og fínir spilarar.Hilmar kom við sögu bæði í fyrri hálfleik og einnig í seinni hálfleik en frammistaða hans var betri í fyrri hálfleik þar sem hann var fínn. 

Fram endar í öðru sæti fimm stigum á eftir KR og þremur stigum á undan fínu liði Víkinga.Nú tekur við úrslitakeppni og eftir þennan leik sem mér fannst á margan hátt massaður og sterkur þar sem við gáfum ekki á okkur nein færi á móti góðu sóknarliði að þá er ég bjartsýnn á fín úrslit í keppni þeirra bestu í höfuðborg Íslands.Ólarnir tveir koma inn með mikinn líkamstyrk og hæð ásamt hæfileikum og við verðum tilbúnir til átaka .Engin spurning eins og ágætur maður sagði ávalt við mig þegar ég talaði um fótbolta við hann á dögum Villa og Heidda í 3 flokki.


B-lið 4.flokks tyllti sér á toppinn.

B-liðið sigraði Val 4-2 þar sem við lentum tvisvar undir en komum ávallt til baka og kláruðu leikinn með stæl í seinni hálfleik með gríðarlega flottum mörkum frá Aroni Snæ sem setti þrennu í leiknum og Andra Hrafni sem hamraði knettinum vel fyrir utan teig og söng í netinu. Glæsileg mörk.

Valsarar komust yfir í leiknum en við svöruðum fljótlega eftir það með marki frá Aroni Snæ. Þeir skoruðu svo annað mark fyrir hálfleik. Við vorum þarna 1-2 undir og vorum sjálfum okkur verstir með því að fá ódýr mörk á okkur og ekki náðum við að nýta nokkra mjög góða sjénsa. Í seinni hálfleik komum við gríðarlega einbeittir til leiks og voru sóknir okkar manna mjög beinskeyttar og flottar sem endaði með mörkum frá Aroni  og Andra. Með þessum sigri vorum við að komast í 1.sætið í Rvk-mótinu og til alls líklegir. Reyndar á KR leik inni og getur komist yfir en við erum komnir í úrslitakeppnina og ætlum okkur góða hluti þar. 

Heilt yfir var frammistaðan mjög góð og gaman að sjá menn bregðast við að lenda undir og sýna karakter í að koma til baka og vinna mjög sannfærandi sigur.  Þeir sem stóðu hvað helst upp úr voru þeir Aron Snær  sem var gríðarlega öflugur og gaman er að fylgjast með kraftinum og áræðni í kauða. Andri Hrafn átti líka mjög flottan leik á miðjunni og var kóngurinn þar sérstaklega í síðari hálfleik með þá Steinar og Hilmar sér við hlið sem sáu um að leggja upp flott færi og mörk fyrir liðsfélaga sína. 

 Þeir sem komu inn af bekknum stóðu sig með prýði og hjálpuðu liðinu að ná í dýrmæt 3. stig.

Næsti leikur er svo laugardaginn 8.mars gegn Viking og verður það hörkuleikur . 

Sjáumst á æfingu strákar og tökum alltaf vel á því ! 

 

 


C lið 4 flokks Fram með sýningu í Úlfagryfjunni

C lið Fram í 4 flokki fengu Hlíðarenda strákana í Val í heimsókn í Dalinnn.Eftir að hafa þurft að lúta í gervigras í síðustu tveimur leikjum þá var komið að því að koma sér aftur á sigurbrautina.Valsmenn voru í síðasta sæti fyrir leikinn og því var sigurvon okkar drengja talsverð.En það þarf að spila leikina og það á fullum krafti vilji menn sjá árangur.Það var það sem c liðið gerði þennan daginn og var oft unun að horfa á spil og leikgleði leikmanna liðsins sem létu boltann sjá um að vinna vinnuna fyrir sig á ákveðinn hátt.Liðið spilaði með stuttum sendingum upp völlinn og í einni sókninni komu sjö Framarar við sögu án þess að Valsmaður kæmi við boltann áður en dauðafæri fékkst í markteig Valsara en markvörður Vals varði boltann í stöngina.

Fyrri hálfleikur

 1-0

Birgir Bent með býsna snoturt mark og stórveldið komið yfir.

2-0

Anton hinn slóttugi 5 flokks drengur eykur forystuna um eitt mark.Vel gert Anton og gott spil sem skóp markið sem og hið fyrsta einnig.

3-0

Erum að klára leikinn og það í fyrra hálfleik og nú er það hinn Ásgeir hinn snöggi nemi úr Hvassó sem skorar.

Seinni hálfleikur

4-0

Fyriliðinn Elli sem átti frábæran leik klárar leikinn endanlega fyrir okkur með fínu marki eftir magnað stutt spil.

5-0

Bakvörðurinn Guðmundur Sævar er mættur í teig Valsmanna og það er mark.

5-1

Valsmenn sleppa innfyrir vörn bláa liðsins og skora gott mark.

6-1

Elli fer fyrir sínum mönnum með sínu öðru marki.

7-1

Hinn eldsnöggi 5 flokks drengur með nafnið Kristján skorar eftir að hafa stungið Valsvörnina af.

8-1

Aron Ólafs sem átti frábæra innkomu enda góður í fótbolta skorar fínt mark

9-1

Þessi drengur sem kemur úr Hvassó og er í 5 flokki og heitir Ástþór leggur upp síðasta markið fyrir Einar en báðir þessir drengir áttu frábæran leik.Einar með sinn hraða og Ástþór með sinn leikskylning og sendingar.

Verð að mæra allt liðið og vil ekki taka neinn út úr því allir spiluðu frábærlega.5 flokks guttarnir sem við þjálfararnir vorum að skora stóðust prófið á allann hátt.Þeir hafa rosalega gott að því að spila með í svona leikjum og við munum halda áfram að kalla á þá í samráði við þjálfara 5 flokks en við munum dreifa leikjunum á þá þó einhverjir munu spila meira en aðrir.Tökum þar sem vantar í stöður hverju sinni og svo einhverja til. 


Tap gegn Fylkir í A-liði 3.flokk karla.

Eftir frábæran sigur og frammistöðu gegn Kr-ingum í síðastliðri viku var röðin komin að Fylkir sem hefur að skipa afar sterku A-liði. Sigurinn gegn KR hefur mikla þýðingu fyrir okkur og sýnir okkur að við getum náð flottum úrslitum gegn sterkustu liðum 3.flokks. Til þess þarf þó ákveðnir hlutir að vera alveg á hreinu en þar ber helst að nefna varnarskipulag, baráttu, vilja og fótboltalega getu.

Upplegg okkar var nákvæmlega það sama og gegn KR en við leyfðum þeim að spila boltanum á sínum vallarhelmingi og reyndum að loka í flest svæði. Því miður gekk þetta ekki eins vel og gegn KR og vill ég meina að þegar við unnum boltann þá voru menn of upptrekktir í að setja boltan langt upp og reyna einhverjar úrslitasendingar í staðinn fyrir að láta boltann aðeins rúlla og svo finna besta færi. Þegar við vinnum boltann þá verða leikmenn að vera meðvitaðir fyrir því hvernig þeir geta fengið boltann og hjálpað þeim sem er með boltann allt frá öftustu til fremstu manna. Það voru of margir á hælunum og náðum við ekki að setja boltann upp á fremstu menn og halda honum þar þangað til við gætum flutt liðið ofar og fengið aðstoð. Það er gríðarlega mikilvægt að lið geti  haldið boltanum og fengið okkar menn í stöður sóknarlega og svo sótt hratt á varnir andstæðingana. 

Aðeins af leiknum en við lentum 3-0 undir áður en flautað var til hálfleiks og var farið aðeins yfir það að leikmenn myndu ekki hengja haus hér heldur svara til baka og ná fram góðum seinni hálfleik. Við náðum upp fínum kafla í upphafi síðari hálfleiks og settum við 2 mörk snemma í síðari hálfleik en þar var að verki Helgi Guðjóns. Allt í einu vorum við komnir í bullandi sjéns í leiknum en þá slokknaði algjörlega á okkur og fengum við allt of ódýr mörk á okkur. Það sem ég var hvað mest svekktastur með var hvað leikmenn gáfu þeim mikinn tíma rétt fyrir utan vítateig okkar. Þeir fengu að snúa og fara í skot án nokkrar mótspyrnu. Þeir fundu það og voru plús með vindinn í baki sér og létu vaða á markið og uppskáru allavegana tvö mörk fyrir utan teig sem erfitt var fyrir Aron Elí að verja. Mjög slakur varnarleikur hjá öllu liðinu. Sóknarlega var of fáir góðir kaflar og þurfum við að halda áfram að bæta okkur í að halda bolta innan liðs og fá hreyfingu án boltans en það verður að vera skynsamlega gert. Það er erfitt að taka sjénsa gegn svo sterku liði og Fylkir og skil ég vel að menn vilja fá boltann fram völlinn en það verður þá að vera markvisst. Það er svo þreytandi að vera allan leikinn að elta. Vinnum í þessu strákar því það er vissulega möguleikar hjá okkur að ná upp flottu spili því við svo sannarlega getum það.

Leikurinn endaði 6-3 fyrir heimaliðinu en Arnór skoraði þriðja mark okkar með afar glæsilegri aukaspyrnu og virðumst við alltaf líklegir í föstum leikatriðum sem er frábært. 

Við þurfum bara að halda áfram strákar að æfa vel og byggja ofan á leik liðsins og gera hann betri. Það eru miklar framfarir sem menn hafa verið að taka í síðastliðnum árum og ætlum við í sameiningu að gera þetta að klassa liði. Þótt 80 % af liðinu sé á yngra ári þá erum við með það öfluga stráka þar sem eiga með glöðu móti að nýta þessarar áskorunnar og ná sem mest úr sínum leik. Á eldra árinu erum við með fáa en afar metnaðargjarna og góða menn sem eiga að leiða liðið áfram, og ekki síst þegar að á móti blási. Eitt að lokum en það er frábært að vera kominn með Aron Elí í markið og mun hann klárlega reynast okkur vel á þessu ári. 

 Áfram Fram !! 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson
Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband