Klassa byrjun hjá 3 flokki í a og b liðum á móti Fjölni

Fyrstu leikirnir voru ekki eithvað sem ætti að teljast létt verkefni þegar a og b lið 3 flokks Fram karlamegin fóru inn í sína fyrstu leiki í Reykjavíkurmótinu 2015.

A liðið

Bæði lið í stöðubaráttu fyrstu 15 mínútur leiksins.Eftir það nær Fram skemmtilegum tökum á leiknum sem helst út allann fyrri hálfleikinn.

1-0

Óli Anton var í því að taka hornspyrnur því að hann tók allar 12 hornspyrnur leiksins sem voru allar vinstra megin.Úr einni þannig skorar Maggi Snær glæsilegt skallamark og kemur Fram í forystu.

1-1

Ekki stóð sú sæla lengi yfir því að Fjölnir jafnar með fallegu marki mínútu seinna en allur varnarleikur okkar í þessu marki var langt frá öllum mönnum sem að marki Fjölnis komu.

2-1

Helgi G spólar um vinstra megin og leggur boltann fyrir á Trausta sem klárar færið vel.Þarna eru vistaskipti á senter yfir á væng og kant inn í teig.

Seinni hálfleikur var kaflaskiptur en Fram fær víti þegar margbrotið er á Helga G en Fjölnismaðurinn fær ekki einu sinni gult kort en þarna var ruði lturinn eini liturinn sem átti að sýna.Aldrei þessu vant ver markvörður Fjölnis spyrnu Helga.

3-1

Fjölnismenn vilja víti þegar boltinn fer í hendi Unnars Steins en víti var þetta aldrei.Hann getur ekki tekið hendina af sér því hún var negld upp við líkamann.Unnar Steinn er eldfljótiur að hugsa og sér Óla Anton frammi á móti tveimur Fjölnismönnum og Óli Anton tekur báða Fjölnismennina á hraða sínum og klárar færið frábærlega.

Leik lokið.

Sanngjarn sigur og ef liðið heldur sama dampi og einbeitingu þá getum við unnið alla á þessu landi hvar sem er  og hvenær sem er.

Varnarleikurinn var frábær og Baldur að kunna enn betur á hvernig stíl liðið spilar.Danni 6 sig í þessum leik og aðrir ekki langt frá því.

Miðjan var fín og Maggi Snær fór þar mikinn og sumir hisa á að hann sé skilinn heima þegar valið er á æfingar í u-17.

Sóknin gríðarlega erfið fyrir alla með þennan mikla hraða og sprengikraft sem hún býr yfir.

B liðið

Gengur illa í upphafi hjá ágætlega mönnuðu liði að ná almennilegu taki á leiknum gegn sterku Fjölnislið og það er 4 flokksmarkvörðurinn Rafal sem sér um að halda markinu hreinu.0-0 í hálfleik.Víti fer forgörðum hjá Steina.Seinni hálfleikur er mun betri og þá gerast hlutirnir.

1-0

Breytum í seinni hálfleik og það virkar þennan daginn.Dagur Ingi nýtir sér mistök til baka hjá Fjölni.

2-0

Steini klárar í 2-0 tveimur mínútu eftir mark Dags Inga.

3-0

Máni sleppur inn og klárar færið eins og hanngerir svo oft vel í svona stöðum.

Flottur og öruggur sigur en samt áttu nokkrir sterkir spilarar mikið inni þennan daginn.Vörnin mössuð með fínan markvörð.Það var okkar aðalstyrkur þennan daginn en þá vakti góður leikur Jóhanns Jökuls á kantinum mikla athygli.Liðinu gekk betur þenan daginnmeð 4-4-2 en 4-2-3-1.Við erum með lið sem er fært til að vinna öll lið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson
Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband